KOMA

GTi_1

Gotti Bernhöft

6633377

gotti@koma.is

Koma ehf. var stofnað árið 2004 og er því að klára sitt ellefta starfsár. Fyrirtækið var stofnað af þeim Sigurði Kaldal viðskiptafræðingi og Gotta Bernhöft hönnuði, stuff sem hafa stýrt því frá upphafi. Stofnendur hafa áratuga reynslu af framleiðslu í Asíu, hönnun og rekstri fyrirtækja. Koma ehf. er staðsett við Borgartún í Reykjavík en starfrækir einnig skrifstofu í Suður-Kína sem heldur utanum samskipti við verksmiðjur, gæðaeftirlit og flutning innan Asíu.

Tveir starfsmenn sinna þessum málum á skrifstofunni í Kína en báðir hafa mikla reynslu og menntun á sviði framleiðslu.

Meginstarfsemi Koma er í framleiðslu á auglýsinga- og markaðsvörum fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Sérframleiðsla á sérsniðum vörum hjálpar fyrirtækjum við að sinna viðskiptavinum sínum af alúð og að fá fleiri í þann hóp. Þetta eru vörur sem sýna sérstöðu og vekja athygli.

Koma aðstoðar fyrirtækjum við þróun og útfærslu á eigin markaðsvörum frá grunni eftir þeirra þörfum ásamt því að framleiða eftir þeirra óskum.

Koma hefur verið svo lánsamt að taka þátt í framleiðslu á nýsköpunarverkefnum íslenskra hönnuða. Þar sem fyrirtækið er sérhæft í fjöldaframleiðslu hefur það þjónustað aðila með ráðgjöf, hönnun, vöruþróun og framleiðslu á þessum vörum.

Koma getur boðið upp á þjónustu sem tekur yfir allt ferlið, frá hugmynd til afhendingar á Íslandi, ef óskað er.