TILKYNNING FRÁ KOMA

koma.is_tilkynning_3Innköllun endurskinsmerkja

KOMA ehf. tilkynnir hér með að markaðssetning á endurskinsmerkjum sem fyrirtækið lét framleiða fyrir Eimskip hefur nú verið stöðvuð. Ástæðan er sú að misræmi hefur komið upp í prófunum sem uppfyllir ekki rétta staðla og því hætta á að merkin veiti ekki ætlaða vernd. Telur fyrirtækið það óásættanlegt þegar ýtrasta öryggis þarf að gæta.

Umrædd endurskinsmerki eru í formi akkeris og merkt Eimskip, sjá meðfylgjandi mynd. Þeir sem hafa fengið endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun merkjanna og skila þeim á næstu endurvinnslustöð.

KOMA mun framvegis leitast eftir að slíkt endurtaki sig ekki.